fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Ætlar að treysta á Flick og gefur Barcelona einn séns

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. júní 2024 20:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóknarmaðurinn Vitor Roque hefur ákveðið að taka U-beygju og er tilbúinn að reyna eitt tímabil til viðbótar hjá Barcelona.

Um er að ræða efnilegan Brasilíumann sem fékk fá tækifæri í vetur en hann var fenginn frá Atletico Paranense í heimalandinu í janúar.

Roque er aðeins 19 ára gamall og var búinn að ákveða það að yfirgefa Barcelona í sumar og þá á lánssamningi.

Hann er nú hættur við eftir komu Hansi Flick sem er tekinn við liðinu en Xavi var áður stjóri liðsins og virkaði ekki hrifinn af Brassanum.

Roque skoraði aðeins tvö mörk fyrir Börsunga á síðasta tímabili í 16 leikjum en var oftar en ekki notaður sem varamaður.

Umboðsmaður leikmannsins hefur staðfest að hann sé ekki á förum og verður fróðlegt að sjá hvort hann fái fleiri tækifæri eftir sumarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs: „Fórnin var ansi stór, ég er ekki að gera þetta að gamni mínu“

Arnar Gunnlaugs: „Fórnin var ansi stór, ég er ekki að gera þetta að gamni mínu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Buddan míglekur hjá Ratclif­fe – Fellur hratt niður listann um ríkasta fólk Bretlands

Buddan míglekur hjá Ratclif­fe – Fellur hratt niður listann um ríkasta fólk Bretlands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Í gær

Opnuðu dýrustu stúku enska boltans – Sundlaug og útsýni yfir London

Opnuðu dýrustu stúku enska boltans – Sundlaug og útsýni yfir London
433Sport
Í gær

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“