Það eru þrjú lið að skoða það að semja við franska sóknarmanninn Anthony Martial í sumar.
Martial er á mála hjá Manchester United en hann spilaði 19 leiki síðasta tímabil og skoraði í þeim tvö mörk.
Meiðsli settu stórt strik í reikning Martial sem hefur í raun ekki spilað vel síðan tímabilið 2019-2020 er hann gerði 23 mörk í 48 leikjum.
Frakkinn hefur staðfest það að hann sé á förum frá félaginu í sumar en hann hefur leikið þar undanfarin níu ár.
Sky Sports segir að Lyon og Marseille í Frakklandi séu að horfa til Martial sem og tyrknenska félagið Fenerbahce.