Fyrstu kaup Vincent Kompany sem stjóri Bayern Munchen gætu reynst áhugaverð en hann horfir til Englands.
Mirror segir að Kompany hafi áhuga á að fá hinn fjölhæfa Oleksandr Zinchenko sem er á mála hjá Arsenal.
Zinchenko hefur ekki náð að festa sig í sessi sem byrjunarliðsmaður eftir komu frá Manchester City og gæti verið á förum í sumar.
Greint er frá því að Bayern þurfi að borga 35 milljónir punda fyrir Úkraínumanninn sem spilaði með Kompany í nokkur ár hjá City.
Zinchenko getur spilað á miðjunni sem og í vinstri bakverði en er aftarlega hjá Mikel Arteta, stjóra Arsenal.