Tottenham er að leitast eftir því að losna við allt að 11 leikmenn í aðalliðinu í sumar samkvæmt frétt Standard.
Margar stjörnur eru á þessum lista og má helst nefna sóknarmanninn Richarlison sem kom til félagsins fyrir ekki svo löngu frá Everton fyrir 60 milljónir punda.
Aðrir leikmenn sem spila reglulega eins og Emerson Royal og Pierre Emile Hojbjerg eru á sölulista.
Bryan Gil og Giovani Lo Celso eru einnig fáanlegir og svo sex aðrir leikmenn til viðbótar sem spiluðu á láni annars staðar í vetur.
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, er talinn vilja breyta mikið til fyrir næsta tímabil og vill leikmenn sem henta sinni hugmyndafræði alfarið.