Everton hefur sent Manchester United þau skilaboð að félagið geti gleymt því að gera eitthvað grín tilboð í Jarrad Branthwaite.
Branthwaite er 21 árs gamall miðvörður sem er í hópi enska landsliðsins sem nú er að undirbúa sig undir EM.
Sagt hefur verið að United sé að skoða 40 milljóna punda tilboð í Branthwaite.
Slíku tilboði verður ekki svarað og hefur Everton látið vita af því, félagið fer fram á rúmar 70 milljónr punda.
Branthwaite er gríðarlega stór og sterkur miðvörður sem fleiri lið virðast hafa áhuga á.