fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Hákon Rafn æfir með KR – „Fínt að æfa á grasi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 31. maí 2024 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hákon Rafn Valdimarsson, landsliðsmarkvörður, æfir með KR á meðan hann dvelur hér á landi fram að komandi leikjum Íslands gegn Englandi og Hollandi.

Hann sagði frá þessu í Íþróttavikunni hér á 433.is, en hann er gestur í nýjasta þættinum. Hákon er á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Brentford en hefur verið á Íslandi undanfarna daga eftir að tímabilið kláraðist þar.

„Ég er búinn að vera að æfa með KR. Jamie (Brassington), sem er markmannsþjálfari þar, er markmannsþjálfari U-21 árs landsliðsins. Svo er ég bara KR-ingur,“ segir Hákon, sem spilaði bæði með KR og Gróttu í yngri flokkum en lék með meistaraflokki síðarnefnda félagsins.

Hákon var spurður út í „standardinn“ á æfingum KR.

„Hann er góður. Ég er mikið úti á grasinu, það er fínt að æfa á grasi,“ sagði Hákon.

Ísland mætir Englandi á Wembley 7. júní, en liðið kemur saman í London á mánudag. Þremur dögum síðar er svo leikur gegn Hollandi, einnig ytra.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
Hide picture