fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433

Besta deild karla: Mögnuð endurkoma Fram gegn Hafnfirðingum

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 31. maí 2024 21:13

Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikið fjör í Kaplakrika í kvöld þegar FH tók á móti Fram í Bestu deild karla.

Úlfur Ágúst Björnsson kom FH-ingum yfir af vítapunktinum eftir umdeildan vítaspyrnudóm á 22. mínútu. Vuk Oskar Dimitrijevic tvöfaldaði forskot Hafnfirðinga skömmu fyrir hálfleik og staðan fyrir þá vænleg er liðin gengu til búningsherbergja.

Sigurður Bjartur Hallsson kom FH svo í 3-0 eftir tæpan klukkutíma leik og heimamenn virtust ætla að taka öll stigin.

Alex Freyr Elísson minnkaði hins vegar muninn fyrir Fram skömmu seinna og þegar um stundarfjórðungur lifði leiks fékk Böðvar Böðvarsson í liði FH að líta rauða spjaldið. Fékk hann þá sitt annað gula spjald og Framarar aukaspyrnu í kjölfarið. Hana tók Haraldur Einar Ásgrímsson, fyrrum leikmaður FH, og minnkaði muninn í 3-2.

Við tóku æsispennandi lokamínútur og á 86. mínútu jafnaði Kyle McLagan metin. Meira var ekki skorað og lokatölur 3-3.

FH er í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig. Fram er í því sjötta með stigi minna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup