fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433

Southampton mætir Leeds í úrslitaleik um sæti í úrvalsdeildinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 17. maí 2024 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður Southampton sem mætir Leeds í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Liðið vann WBA í seinni leik liðanna í undanúrslitum í dag.

Fyrri leiknum lauk 0-0 og var markalaust eftir fyrri hálfleik í kvöld. William Smallbone kom Southampton svo yfir snemma í seinni hálfleik og Adam Armstrong tvöfaldaði forskot þeirra á 78. mínútu.

Armstrong fór svo langt með að tryggja sigurinn með marki af vítapunktinum á 85. mínútu.

Cedric Kipre klóraði í bakkann fyrir WBA í restina en nær komust þeir ekki. Lokatölur 3-1.

Leikur Southampton og Leeds fer fram á Wembley 26. maí. Bæði lið freista þess að fara beint aftur upp í úrvalsdeildina eftir að hafa fallið þaðan í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann