Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United er klár í að vera áfram hjá félaginu ef félagið vill halda í hann. Hann er hins vegar klár í að fara ef það er vilji félagsins.
Bruno á tvö ár eftir af samningi sínum en sögur hafa verið á kreiki að hann sé einn þeirra sem félagið skoðar að selja.
Bruno hefur einnig verið sagður skoða það að fara en hann vill sjá félagið gera meira og sýna metnað í að ná árangri.
„Mér líður eins og félagið vilji hafa mig til framtíðar, ég hef alltaf sagt að ég vil ekki vera leikmaður sem félagið vill ekki hafa,“ segir Bruno.
„Ef félagið vill ekki hafa mig, þá fer ég. Ef félagið vill halda mér þá verð ég áfram.“