Rob Harris fréttamaður hjá Sky í Englandi segir að réttarhöldin í máli Manchester City verði á næstu mánuðum, félagið er ákært fyrir 115 brot á reglum um fjármögnun félaga.
Málið hefur verið í gangi í fimmtán mánuði en City hafnar sök og segist vera með gögn til að sanna það.
Málið hefur dregist á langinn og hefur ekki verið ákveðið. hvenær réttarhöldin í málinu fara fram.
„Enska úrvalsdeildin hefur látið vita af því að réttarhöld fari fram á næstu mánuðum,“ segir Harris.
„Þetta hefur dregist í fimmtán mánuði frá því að ákært var, og enginn niðurstaða. Á sama tíma er búið að refsa öðrum félögum.“
Ljóst er af City verður dæmt í málinu gæti félagið fengið mikla refsingu og er jafnvel talið að félagið gæti verið dæmt úr deildinni.
As Man City try to land a fourth title in a row, there will be some asking the state of play in the Premier League case while it remains unresolved. Briefly updated pic.twitter.com/p4cCH10CZD
— Rob Harris (@RobHarris) May 14, 2024