Tekin verður fyrir tillaga um að enska úrvalsdeildin segi skilið við myndbandsdómgæslu, VAR, á fundi félaga deildarinnar þann 6. júní næstkomandi.
Þetta kemur fram á The Athletic en það er Wolves sem kemur með breytingartillöguna.
VAR var tekið í notkun í ensku úrvalsdeildinni 2019 til að koma í veg fyrir augljós mistök dómara. Kerfið hefur þó verið harðlega gagnrýnt og sjaldan meira en á leiktíðinni sem nú er að klárast.
14 af 20 félögum í ensku úrvalsdeildinni þurfa að samþykkja tillögu Wolves á fundinum 6. júní til að notkun VAR verði hætt. Verði tillagan samþykkt tekur hún gildi strax frá og með næstu leiktíð.
🚨 EXCLUSIVE: Premier League clubs to vote on proposal to scrap VAR from next season. Resolution formally submitted by Wolves to abolish system + will be on agenda at June 6 AGM. Any rule change needs 2/3s majority (14 of 20 members) to pass @TheAthleticFC https://t.co/QXK5ZgP0Ht
— David Ornstein (@David_Ornstein) May 15, 2024