fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Postecoglou ómyrkur í máli – „Þá þarftu að leita þér hjálpar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. maí 2024 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, segir það algjört bull að hans menn vilji ekki vinna Manchester City á morgun þar sem það myndi hjálpa nágrönnunum og erkifjendunum í Arsenal.

Arsenal treystir á Tottenham á morgun en vinni City leikinn ekki er titillinn í höndum Skytanna fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi.

Ljóst er að hluti stuðningsmanna Tottenham hefur engan áhuga á að sjá liðið gera Arsenal greiða annað kvöld.

„Ef þú skoðar samfélagsmiðla vilja 99 prósent að Tottenham tapi gegn Manchester City. Segðu mér að það sé ekki þinn heimur. Þá þarftu að leita þér hjálpar,“ sagði Postecoglou í dag.

„Ég skil að það sé rígur milli liða en ég mun aldrei skilja þá sem vilja sjá lið sitt tapa,“ bætti hann við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur