fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Heldur því fram að þetta sé lélegasti leikmaður Bestu deildarinnar – „Hann getur ekki neitt“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 13. maí 2024 18:00

Kristján Óli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Axel Óskar Andrésson, varnarmaður KR er lélegasti leikmaður Bestu deildarinnar það sem af er tímabili. Þetta er skoðun Kristjáns Óla Sigurðssonar, fyrrum kantmanns Breiðabliks.

Axel Óskar sem er kraftmikill miðvörður snéri heim úr atvinnumennsku fyrir tímabilið en hefur ekki fundið sitt besta form í Vesturbænum.

Fleiri leikmenn komu heim í KR fyrir tímabilið og einn af þeim var Alex Þór Hauksson. „Alex Þór Hauksson, skugginn af sjálfum sér frá því sem var í Stjörnunni,“ sagði Kristján í Þungavigtinni í dag.

Mynd: DV/KSJ

Axel Óskar fékk svo hárblásara frá Kristjáni sem segir hann ekki hafa gert mikið.

„Axel Óskar, lélegasti leikmaður deildarinnar so far. Hann getur ekki neitt, hann er bara stór og sterkur. Það er ekki nóg í efstu deild,“ sagði Kristján.

KR hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum í deildinni og Kristján telur að Axel fari á bekkinn núna.

„Hann er skelfilegur, alltaf í einhverjum vandræðum. Ég trúi ekki öðru en að Lúkas Magni grýti honum úr liðinu í næsta leik ef Gregg Ryder er með eistu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sancho elskar lífið hjá Chelsea

Sancho elskar lífið hjá Chelsea
433Sport
Í gær

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga
433Sport
Í gær

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna