fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433

Besta deild kvenna: Breiðablik gekk frá Stjörnunni – Valur kom til baka í Keflavík

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. maí 2024 20:02

Nadía skoraði sigurmark Vals.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í kvöld og flestra augu voru í Kópavoginum þar sem Breiðablik tók á móti Stjörnunni.

Þar fór allt fjörið fram í fyrri hálfleik. Á fyrstu fimm mínútum leiksns komu Agla María Albertsdóttir og Andrea Rut Bjarnadóttir Blikum í 2-0, auk þess sem Gyða Kristín Gunnarsdóttir minnkaði muninn fyrir Stjörnuna. Eftir um stundarfjórðung skoraði Vigdís Lilja Kristjánsdóttir þriðja mark Blika og Birta Georgsdóttir kom þeim svo í 4-1. Agla skoraði annað mark sitt á 38. mínútu og lokatölur 5-1.

Breiðablik er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir fjóra leiki en Stjarnan er í áttunda sæti með aðeins 3 stig.

Valur heimsótti þá Keflavík og vann endurkomusigur. Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður Vals, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 35. mínútu og leiddu heimakonur í hálfleik. Fanndís Friðriksdóttir og Nadía Atladóttir sneru þó dæminu við fyrir Val með mörkum á fyrsta stundarfjórðungi seinni hálfleiks.

Valur er með fullt hús stiga eins og Blikar en Keflavík er án stiga eftir fjóra leiki.

Loks vann FH 1-0 sigur á Þrótti R. Leikurinn var fremur lokaður en Breukelen Lachelle Woodard skoraði sigurmarkið seint í uppbótartíma.

FH er í fjórða sæti með 6 stig en Þróttur er með 1 stig í næstneðsta sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arsenal kaupir danska miðjumanninn

Arsenal kaupir danska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu fallegt bréf Robertson til Diogo Jota – „Ég er þakklátur fyrir tímann sem þú gafst okkur“

Sjáðu fallegt bréf Robertson til Diogo Jota – „Ég er þakklátur fyrir tímann sem þú gafst okkur“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Í gær

Græðir þú á leik Íslands?

Græðir þú á leik Íslands?
433Sport
Í gær

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt