fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Aðeins einn leikmaður Manchester United óskaði Sancho til hamingju

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. maí 2024 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho og félagar í Dortmund náðu þeim stórkostlega árangri að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær. Sancho er á láni hjá þýska félaginu frá Manchester United.

Sanhco gekk í raðir Dortmund á ný í janúar, en United keypti hann þaðan 2021. Lítið gekk hins vegar upp upp á Old Trafford og var hann loks lánaður til baka.

Eftir 1-0 sigur á PSG í gær, samanlagt 2-0, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er Sancho mættur með sínum mönnum í úrslitaleikinn. Þar verður andstæðingurinn Real Madrid eða Bayern Munchen.

Enskir miðlar vekja athygli á því að undir færslu Sancho á Instagram, þar sem hann fagnar því að hafa komist í úrslitaleikinn, skrifar aðeins einn leikmaður United. Það er fyrirliðinn Bruno Fernandes. Setti hann þar þrjú klappandi tjákn.

Fjórir leikmenn United til viðbótar settu like við færsluna, Kobbie Mainoo, Lisandro Martinez, Antony og Sofyan Amrabat.

Ekki er ljóst hvað Sancho gerir í sumar. Dortmund vill hafa hann hjá sér áfram en ekki er víst hvort félagið hafi efni á að kaupa hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United kvartar – Telja að of margir leikir liðsins séu settir á mánudag

United kvartar – Telja að of margir leikir liðsins séu settir á mánudag
433Sport
Í gær

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda
433Sport
Í gær

Evrópskur risi sagður undirbúa tilboð í Bruno Fernandes

Evrópskur risi sagður undirbúa tilboð í Bruno Fernandes
433Sport
Í gær

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“