fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. maí 2024 09:07

Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HK vann ansi óvæntan 3-1 sigur á Víkingi í Bestu deild karla í gær. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, setti nokkur stór nöfn á bekkinn fyrir leik en sparkspekingurinn og formaður Leikmannasamtakanna, Arnar Sveinn Geirsson, segir það hafa borið vott af hroka.

HK var aðeins með 1 stig fyrir leikinn í gær og Víkingur með fullt hús á toppnum. Arnar hafði menn eins og Nikolaj Hansen, Aron Elís Þrándarson og aðalmarkvörðinn Ingvar Jónsson utan byrjunarliðs Víkings.

„Mér finnst Víkingar pínu hrokafullir, að geyma þessa menn á bekknum sem mér finnst að eigi að vera í liðinu. En allt í lagi, þú getur farið í það að rótera því þú ert með Evrópukeppni líka og þetta er langt tímabil. En þegar þú gerir þetta sendir þú ómeðvitað skilaboð inn í leikmannahópinn um að þetta verði ekki erfiður leikur. Þannig allt liðið kemur með ákveðið vanmat inn í þennan leik,“ segir Arnar Sveinn í Dr. Football.

Varamarkvörðurinn Pálmi Rafn Arinbjörnsson var í marki Víkings í gær og telur Arnar það hafa getað verið vatn á myllu HK-inga.

„Sjáiði hvað þeir halda um okkur. Það er ekki meiri virðing fyrir okkur á heimavelli en þetta. Það sem gerist er að Arnar fær þetta massíft í bakið,“ segir Arnar Sveinn enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar var með hausverk að sjóða saman hópinn – „Gylfi þarf að bíta í það súra epli“

Arnar var með hausverk að sjóða saman hópinn – „Gylfi þarf að bíta í það súra epli“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út
433Sport
Í gær

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir