Sean Dyche, stjóri Everton, gladdi marga er hann sást í tónlistarmyndbandi hljómsveitarinnar Blossom.
Um er að ræða lagið ‘What Can I Say’ sem er gefið út í dag en þar má sjá Dyche lesa yfir meðlimum hljómsveitarinnar.
Dyche er líklega sá síðasti sem menn bjuggust við að sjá í tónlistarmyndbandi en hann er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar.
Dyche fékk boð um að fá hlutverk í myndbandinu og gat ekki annað en játað og er útkoman frábær.
Langflestir hafa mjög gaman að þessari frumraun Dyche en stutt myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
Blossoms x Sean Dyche definitely wasn’t on my 2024 bingo card 😅 https://t.co/hBrqbdXdUM
— Dan Summers (@Dan_Summers23) April 30, 2024