Wesley Sneijder fyrrum landsliðsmaður Hollands segir að Erik ten Hag hafi tapað klefanum hjá Manchester United þegar hann ákvað að fara í stríð við Cristiano Ronaldo.
Á sínu fyrsta tímabili með United fór Ten Hag í stríð við Ronaldo sem varð til þess að United og Ronaldo riftu samningi hans.
Sneijder sem er Hollendingur líkt og Ten Hag telur að þetta mál hafi skaðað samlanda sinn hressilega.
„Hann gerði sín stóru mistök með því að fara í stríð við Ronaldo,“ sagði Sneijder.
„Hann missti virðingu allra þar, hann hélt að þetta færi í hina áttina en það var aldrei séns á því.“
„Allir í klefanum horfa á þetta mál og telja að stjórinn sé hreinlega klikkaður.“