Samkvæmt fréttum í Þýskalandi er Dortmund að skoða það að reyna að kaupa Virgil van Dijk í sumar. Bild og fleiri miðlar í Þýskalandi segja frá.
Van Dijk mun í sumar bara eiga ár eftir af samningi sínum við Liverpool og því mun félagið líklega skoða stöðuna.
Van Dijk hefur undanfarin ár verið einn besti varnarmaður fótboltans en hann verður 33 ára gamall.
Þýskir miðlar segja Dortmund sjá möguleika þarna og að félagi telji sig geta sannfært hollenska tröllið um að koma.
Breytingar verða hjá Liverpool í sumar þegar Jurgen Klopp hættir og Arne Slot tekur við þjálfun liðsins.
Transfer sensation???
German media says van Dijk to Dortmund could happen pic.twitter.com/fEWMmROHLV
— Jan Aage Fjørtoft 🇳🇴 (@JanAageFjortoft) April 30, 2024