Liverpool og Feyenoord hafa skrifað undir alla pappíra hvað varðar skipti knattspyrnustjórans Arne Slot frá hollenska félaginu til þess enska.
Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir að Slot verði næsti stjóri Liverpool og taki þar með við af Jurgen Klopp eftir níu ár þess síðarnefnda á Anfield.
Liverpool greiðir Feyenoord 13-15 milljónir evra fyrir Slot.
Það þarf að bíða aðeins eftir að félögin staðfesti tíðindin en áætlað er að það gerist í þessari viku.
🔴🔐 Liverpool and Feyenoord have signed all documents for Arne Slot’s imminent move to #LFC as new head coach.
It will still take some time for the official club statement, planned between clubs for this week.
All done and sealed. 🇳🇱 pic.twitter.com/daB6HBOn88
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 29, 2024