Neal Maupay, leikmaður Brentford, skellti sér á samfélagsmiðla og skaut hressilega á Antony, leikmann Manchester United, fyrir athæfi sitt.
Antony kom sér í fréttirnar fyrir óíþróttamannslega hegðun gagnvart leikmönnum enska B-deildarliðsins Coventry eftir leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins um helgina.
Antony hljóp að leikmönnum Coventry og hélt um eyrun eftir að United hafði tryggt sér sigur í vítaspyrnukeppni.
Margir hafa gagnrýnt Brasilíumanninn fyrir að gera þetta eftir hetjulega baráttu B-deildarliðsins.
Maupay er þekktur fyrir alls konar vesen inni á vellinum og hann sá sér gott til glóðarinnar eftir athæfi Antony.
„Ekki einu sinni ég myndi gera þetta,“ skrifaði hann.