Dortmund 1 – 1 Leverkusen
1-0 Niklas Fullkrug
1-1 Josip Stanisic
Leverkusen ætlar ekki að tapa leik í þýsku Bundesligunni á þessu tímabili eða þá í öllum keppnum.
Leverkusen hefur enn ekki tapað einni viðureign á þessu tímabili og er búið að tryggja sér þýska meistaratitilinn.
Ekki nóg með það er liðið í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og í úrslitum þýska bikarsins.
Allt stefndi í fyrsta tapið í dag gegn Dortmund en Josip Stanisic jafnaði metin fyrir Leverkusen á 97. mínútu og heldur ævintýrið áfram.