Víkingur R. er meistari meistaranna í kvennaflokki eftir sigur á Val í vítaspyrnukeppni í kvöld. Leikið var á N1-vellinum að Hlíðarenda.
Sigdís Eva Bárðardóttir kom bikarmeisturum Víkings yfir snemma leiks og staðan í hálfleik var 0-1.
Eftir nokkrar mínútur í seinni hálfleik jafnaði hin afar hæfileikaríka Amanda Andradóttir hins vegar og staðan orðin jöfn.
Þannig var hún til leiksloka og því farið í vítaspyrnukeppni.
Þar skoruðu Víkingar úr fleiri spyrnum, fimm gegn fjórum, og eru meistarar meistaranna.
Víkingur leiðir í snjónum á Hlíðarenda! Sigdís Eva Bárðardóttir með skotið fyrir utan vítateig eftir gott samspil🔴⚫ pic.twitter.com/95Sk727ToW
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 16, 2024
Íslandsmeistararnir eru búnir að jafna. Amanda Andradóttir þrumaði knettinum í hornið úr aukaspyrnu. Svona á að gera þetta! pic.twitter.com/XOTzl6rF5p
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 16, 2024