Albert Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Genoa þegar liðið heimsótti Fiorentina í Seriu A í kvöld, Albert var á skotskónum.
Albert kom Genoa yfir með marki úr vítaspyrnu þegar seinni hálfleikur var alveg að verða búinn.
Albert var ískaldur á punktinum og rendi boltanum á snyrtilegan hátt í netið.
Framherjinn knái hefur verið frábær undanfarnar vikur með Genoa og virðist ljóst að eitthvað stórlið mun kaupa hann í sumar.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Jonathan Ikone jafnaði fyrir heimamenn í síðari hálfleik.
Albert Gudmundsson goal vs Fiorentina.#FiorentinaGenoa
— Serie A Xtra (@SerieAXtra) April 15, 2024