fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
433Sport

Eftirsóttur en virðist staðfesta það að hann sé ekki á förum

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. apríl 2024 15:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roberto De Zerbi hefur staðfest það að hann hafi lítinn sem engan áhuga á því að yfirgefa lið Brighton þrátt fyrir áhuga annars staðar.

Lið á Ítalíu sem og á Englandi hafa sýnt De Zerbi áhuga en hann hefur gert flotta hluti með Brighton á stuttum tíma.

Ítalinn segist elska fótboltann heima fyrir en er nú kominn til Englands og virðist elska lífið hjá sínu nýja félagi.

Liverpool hefur til að mynda verið orðað við þennan ágæta stjóra sem og Juventus en hann er samningsbundinn til ársins 2026.

,,Ég elska Ítalíu og okkar fótbolta. Mér líður þó vel á Englandi og í ensku úrvalsdeildinni og hef engan áhuga á að fara,“ sagði De Zerbi.

,,Það er ekkert lið sem mun breyta þeirri skoðun, ég er búinn að tryggja mína framtíð hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrirspurn í Mainoo úr óvæntri átt

Fyrirspurn í Mainoo úr óvæntri átt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

„Eins og hann væri ekki nógu stórt nafn til að stóru strákarnir hlustuðu á hann“

„Eins og hann væri ekki nógu stórt nafn til að stóru strákarnir hlustuðu á hann“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vill ekki fara í janúar

Vill ekki fara í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Á enn erfitt með að fyrirgefa að Gylfi Þór hafi verið sniðgenginn

Á enn erfitt með að fyrirgefa að Gylfi Þór hafi verið sniðgenginn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mateta gæti komið eftir allt saman

Mateta gæti komið eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins