Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var virkilega pirraður þegar sá Joe Gomez þruma á markið þegar langt var liðið á leikinn í tapi í gær.
Gomez hefur ekki skorað eitt mark á níu árum hjá Liverpool en taldi sig geta þrumað inn af löngu færi. Það pirraði þann þýska verulega.
Liverpool tapaði afar óvænt illa gegn Atalanta á heimavelli í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Markalaust var þar til á 38. mínútu í kvöld en þá kom Gianluca Scamacca, fyrrum leikmaður West Ham, ítalska liðinu yfir. Staðan í hálfleik 0-1.
Liverpool tókst ekki að rétta úr kútnum í seinni hálfleik. Þvert á móti skoraði Scamacca á ný á 60. mínútu.
Mohamed Salah hélt svo að hann hefði minnkað muninn fyrir Liverpool en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu. Þess í stað skoraði Mario Pasalic þriðja mark Atalanta á 83. mínútu. Lokatölur 0-3 og Liverpool á verk að vinna í seinni leiknum.
2-0 down at home
76th min
35+ yards out
Gomez who has 0 goals in 9 years, 135 games thinks this is the best option… #LFC pic.twitter.com/JuA6kpGqwV
— LFC4LIFENET (@LFC4LIFENET) April 12, 2024