fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Hafa litla sem enga trú á Íslandi

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðbankar hafa litla trú á að íslenska kvennalandsliðið geti náð í úrslit gegn því þýska í leik liðanna í undankeppni EM síðar í dag.

Leikurinn fer fram ytra og hefst 16:10 að íslenskum tíma.  Ísland vann 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni á meðan Þýskaland vann 3-2 sigur gegn Austurríki, eftir að hafa lent 0-2 undir.

Þýska liðið er mun sigurstranglegra fyrir viðureign dagsins og á Lengjunni er stuðull á sigur liðsins 1,15. Til samanburðar er hann 13,43 á íslenskan sigur og 4,07 á jafntefli.

Það er ekki langt síðan Ísland og Þýskaland mættust síðast, en liðin voru saman í riðli í Þjóðadeild UEFA sem leikin var síðastliðið haust. Þýskaland vann fyrri leikinn ytra 4-0 og þann seinni á Laugardalsvelli 2-0.

Leikurinn á eftir verður sá nítjandi sem þjóðirnar leika. Ísland hefur unnið einn og Þýskaland 17.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur