Besta deild karla fer af stað á laugardag og 433.is er að sjálfsögðu með spá fyrir leiktíðina. Spáin var opinberuð í Íþróttavikunni sem kemur út vikulega. Þar voru Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson að vanda og í þetta sinn sat sparkspekingurinn og hlaðvarpsstjarnan Kristján Óli Sigurðsson með þeim.
2. sæti: Breiðablik
Lykilmaður: Höskuldur Gunnlaugsson
Niðurstaða í fyrra: 4. sæti
,,Ég held að þetta undirbúningstímabil hjá þeim, frá miðjum desember fram í lok janúar, basically frí þó að menn hafi átt að hreyfa sig. Ég held að þetta gæti verið það sem koma skuli í íslenskum fótbolta. Þú þarft ekki 3-4 mánuði til að koma þér í form með tækninni sem við erum með í dag,“ sagði Kristján.
,,Blikarnir eru mjög ferskir, þeir voru að koma úr æfingaferð þar sem þeir æfðu einu sinni á dag. Þeir höfðu gaman og voru frábærir á social media með Laufdalinn í essinu sínu.“
Hrafnkell ræðir svo leikmannahóp Breiðabliks nánar og einnig þjálfara liðsins, Halldór Árnason.
,,Mér finnst búið að léttast á þessu í vetur og ég heyrði að þessi æfingaferð hafi verið drullu skemmtileg og það sé geggjuð stemning í hópnum en ég á eftir að sjá Dóra in game þegar hann lendir í veseni eða tapar tveimur leikjum í röð. Hann er reynslulaus og hefur ekki þjálfað í efstu deild áður sem aðalþjálfari. Hann á eftir að lenda á einhverjum veggjum.“