Manchester City vann öruggan sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, þar sem Phil Foden fór á kostum.
Það var Rodri sem kom City yfir á 11. mínútu leiksins en tæpum tíu mínútum síðar jafnaði Jhon Duran fyrir Villa.
Foden skoraði skömmu fyrir hálfleik og kom City í 2-1. Þannig var staðan í leikhléi.
Í seinni hálfleik átti Foden heldur betur eftir að láta frekar til sín taka. Hann skoraði þriðja mark City á 62. mínútu og skömmu síðar fullkomnaði hann þrennuna.
Meira var ekki skorað og lokatölur 4-1 fyrir City.
City er nú stigi á eftir toppliði Arsenal og með jafnmörg stig og Liverpool, sem á þó leik til góða.
Villa er áfram í fjórða sæti með 59 stig.