fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

England: Foden með þrennu í öruggum sigri City

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 21:18

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City vann öruggan sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, þar sem Phil Foden fór á kostum.

Það var Rodri sem kom City yfir á 11. mínútu leiksins en tæpum tíu mínútum síðar jafnaði Jhon Duran fyrir Villa.

Foden skoraði skömmu fyrir hálfleik og kom City í 2-1. Þannig var staðan í leikhléi.

Í seinni hálfleik átti Foden heldur betur eftir að láta frekar til sín taka. Hann skoraði þriðja mark City á 62. mínútu og skömmu síðar fullkomnaði hann þrennuna.

Meira var ekki skorað og lokatölur 4-1 fyrir City.

City er nú stigi á eftir toppliði Arsenal og með jafnmörg stig og Liverpool, sem á þó leik til góða.

Villa er áfram í fjórða sæti með 59 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Real Madrid höfðar mál gegn UEFA – Vilja skaðabætur vegna Ofurdeildarinnar

Real Madrid höfðar mál gegn UEFA – Vilja skaðabætur vegna Ofurdeildarinnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýnir Slot og segir hann hreinlega hafa viljað tapa leiknum í gær

Gagnrýnir Slot og segir hann hreinlega hafa viljað tapa leiknum í gær