fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

England: Arsenal vann nýliðana – Jafnt hjá Brentford og Brighton

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 20:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er lokið það sem af er kvöldi í ensku úrvalsdeildinni.

Í Norður-Lundúnum tók Arsenal á móti Luton. Heimamenn komust yfir á 24. mínútu með marki Martin Ödegaard.

Skytturnar tvöfölduðu forskot sitt svo þegar Daiki Hashioka setti boltann í eigið net.

Ekkert var skorað í seinni hálfleik og fremur þægilegur 2-0 sigur Arsenal staðreynd. Liðið er komið á toppinn, tímabundið hið minnsta en Liverpool tekur á móti Sheffield United á morgun.

Luton er í átjánda sæti, þremur stigum frá öruggu sæti.

Í hinum leik kvöldsins tók Brentford á móti Brighton en hvorugu liðinu tókst að koma knettinum í netið.

Brighton er í níunda sæti með 43 stig en Brentford er í því fimmtánda með 28 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Real Madrid höfðar mál gegn UEFA – Vilja skaðabætur vegna Ofurdeildarinnar

Real Madrid höfðar mál gegn UEFA – Vilja skaðabætur vegna Ofurdeildarinnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýnir Slot og segir hann hreinlega hafa viljað tapa leiknum í gær

Gagnrýnir Slot og segir hann hreinlega hafa viljað tapa leiknum í gær