fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Eru mjög ósammála veðbönkum um möguleika Íslands

433
Fimmtudaginn 21. mars 2024 11:00

Frá æfingu Íslands í Búdapest í vikunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan, sem kemur að venju út alla föstudaga, var með breyttu sniði þessa vikuna sökum landsleiks Íslands gegn Ísrael. Þáttastjórnandinn Helgi Fannar Sigurðsson er staddur í Búdapest, þar sem leikurinn fer fram og því var þátturinn tekinn upp með fjarfundarbúnaði þetta skiptið. Hrafnkell Freyr Ágústsson var á sínum stað í settinu og með þeim félögum var Hörður Snævar Jónsson.

Í kvöld er komið að leiknum gegn Ísrael en um er að ræða undaúrslitaleik í umspili um sæti á EM. Sigurvegarinn mætir svo Úkraínu eða Bosníu í hreinum úrslitaleik um sæti á mótinu.

„Ég er ekkert sérstaklega bjartsýnn, allavega ekki að við förum á EM það er að segja. Ég er ágætlega bjartsýnn á að við vinnum á morgun. En úrslit þessa liðs síðustu tvö ár hafa ekki gefið manni neina ástæðu til að vera bjartsýnn á að liðið vinni tvo leiki í röð,“ sagði Hörður.

„Frammistöðurnar undir Hareide (landsliðsþjálfara) hafa verið ágætar inn á milli en það hefur ekki verið neinn stöðugleiki og það er það sem þú þarft til að komast áfram. Það er það sem ég óttast mest, að hann verði ekki til staðar.“

Hrafnkell telur að Ísland geti vel unnið lið Ísrael.

„Veðbankar eru mjög ósammala okkur en miðað við að við mættum með C-liðið okkar síðast og gerðum jafntefli við þá er ég bjartsýnn.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gæti slæm hegðun um helgina kostað hann sæti í ensku deildinni?

Gæti slæm hegðun um helgina kostað hann sæti í ensku deildinni?
433Sport
Í gær

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn
Hide picture