fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Tölfræði: Áhyggjuefni fyrir leik Íslands á morgun?

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. mars 2024 09:15

Albert er að eiga frábært tímabil með Genoa, þó aðeins hafi hægst á markaskorun undanfarið. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest

Það er ekki ósennilegt að Albert Guðmundsson og Orri Steinn Óskarsson verði fremstu menn í leik Íslands gegn Ísrael á morgun. Það er ekki hægt að segja að þeir hafi verið sjóðheitir fyrir framan markið undanfarnar vikur.

Meira
Tveir sólarhringar í stóru stundina – Þrjár útgáfur af hugsanlegu byrjunarliði Íslands

Þó Albert sé að eiga stórgott tímabil með ítalska liðinu Genoa hefur hægst á markaskorun hans undanfarið. Nánar til tekið er sóknarmaðurinn aðeins með eitt mark í síðustu átta leikjum, það kom gegn Monza fyrr í þessum mánuði.

Albert er þó með tólf mörk og fjórar stoðsendingar í heild á leiktíðinni með Genoa og því væntanlega fullur sjálfstrausts.

Orri Steinn og Erling Haaland. Getty Images

Orri, sem hefur verið að koma inn í lið FC Kaupmannahafnar undanfarið eftir að hafa verið settur út í kuldann þar áður, hefur þá ekki skorað síðan í nóvember. Það var með landsliðinu gegn Slóvakíu, en síðasta mark hans fyrir FCK kom í október.

Það er vonandi að Albert og Orri reimi á sig markaskóna gegn Ísrael. Um er að ræða leik í undanúrslitum umspils um sæti á EM og hefst hann klukkan 19:45 annað kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Endurkoma Jude Bellingham í kvöld

Endurkoma Jude Bellingham í kvöld