fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Klopp gargaði og gólaði þegar hann gekk um Old Trafford eftir viðtalið fræga

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. mars 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niels Christian Fredericksen fréttamaður hjá Viaplay í Danmörku segir að Jurgen Klopp hafi gólað og gargað á sig eftir að slökkt var á myndavélum í gær.

Klopp var verulega óhress með spurningar Fredericksen eftir tap geng Manchester United í gær.

„Ég var virkilega hissa,“ segir Fredericksen við Tipsbladet.

„Fólki í kringum var brugðið, fólkinu var ýtt upp við vegg þegar Klopp rauk út og það vissi enginn hvað átti sér stað.“

„Þegar slökkt var á vélinni þá hélt þetta áfram, hann labbaði niður ganginn og gargaði og gólaði á mig. Ég fór á eftir honum því mér fannst þetta furðulegt.“

„Fólk kom til mín eftir þetta og spurði hvort það væri í lagi með mig, það var í góðu lagi með mig.“

Klopp fór í viðtal við Viaplay í Danmörku þar sem hann var spurður út í það af hverju lið hans hefði orðið kraftlaust í framlengingu leiksins.

Klopp ræddi þá um það að Liverpool hefði spilað talsvert fleiri leiki en erkifjendur sínir undanfarið. United vann 4-3 sigur í framlengingu.

Fréttamaðurinn spurði þá hvort leikirnir væru hreinlega of margir, Klopp nennti ekki að svara því og labbaði úr viðtalinu.

„Þú ert ekki í þínu besta formi og ég er ekki í skapi fyrir þig,“ sagði Klopp og gekk úr viðtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni