Harry Kane er meiddur eftir að hafa spilað með liði Bayern Munchen í gær sem mætti Darmstadt.
Kane skoraði í öruggum sigri Bayern og er kominn með 31 mark á tímabilinu í deild.
Kane er í enska landsliðshópnum sem spilar leiki á næstu dögum en óvíst er með þátttöku hans í þeim viðureignum.
Framherjinn klessti á stöngina í leik helgarinnar og er ljóst að hann er meiddur á ökkla eftir áreksturinn.
Myndband af þessu má sjá hér.
Harry Kane 🥺 Arsenal fans will be happy now pic.twitter.com/mjKHY2IjKy
— utdshows (@utdshowz) March 17, 2024