fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Hareide útskýrir ákvörðun sem margir Íslendingar eru steinhissa á

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 15. mars 2024 17:34

Mynd: Kristinn Svanur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru margir steinhissa á að markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson væri ekki í landsliðshópi Íslands fyrir komandi leik gegn Ísrael. Age Hareide landsliðsþjálfari var spurður út í þessa ákvörðun sína á blaðamannafundi í dag.

Rúnar gekk í raðir FC Kaupmannahafnar frá Arsenal í janúar. Hann hafði verið á láni hjá Cardiff frá enska stórliðinu fyrir áramót.

„Rúnar hefur ekki spilað nóg. Hann hefur ekkert spilað með FCK og spilaði lítið með Cardiff,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag.

„Ég sagði honum að hann þyrfti að spila og vonandi verður hann aðalmarkvörður FCK í sumar.“

Patrik Sigurður Gunnarsson var valinn í hópinn, ásamt Hákoni Rafni Valdimarssyni og Elíasi Rafni Ólafssyni.

„Við erum heppnir að eiga fjóra góða markverði. Patrik hefur staðið sig vel og ég treysti honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Í gær

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar
433Sport
Í gær

Breyta afstöðu sinni varðandi Mainoo

Breyta afstöðu sinni varðandi Mainoo
433Sport
Í gær

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“
433Sport
Í gær

KR staðfestir ráðninguna á Hilmari Árna

KR staðfestir ráðninguna á Hilmari Árna
433Sport
Í gær

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram