Declan Rice miðjumaður Arsenal er að stíga sín fyrstu skref í Meistaradeild Evrópu en hann gekk í raðir félagsins síðast sumar frá West Ham. Daily Star fjallar um málið.
Rice var á miðjunni í gær þegar Arsenal komst með naumindum áfram í átta liða úrslit með sigri á Porto.
Arsenal hafði tapað fyrri leiknum 1-0 en vann svo 1-0 sigur í gær og eftir framlegndan leik komst Arsenal áfram með sigri í vítaspyrnukeppni.
Netverjar telja að stressið hjá Rice hafi verið ansi mikið og eru nokkuð öruggir á því að hann hafi aðeins misst það í buxurnar.
Þegar Rice var að taka horn í leiknum var brún klessa á stuttbuxum hans nákvæmlega þar sem úrgangurinn kemur út.
Möguleiki er á því að Rice hafi fengið þetta af vellinum en þá telja netverjar að stuttbuxurnar væru allar í drullu frekar en á þessum eina stað.