fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Guardiola áhyggjufullur: ,,Þetta lítur ekki vel út“

Victor Pálsson
Mánudaginn 11. mars 2024 07:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur staðfest það að ágætis líkur séu á því að markmaðurinn Ederson verði frá í dágóðan tíma.

Ederson meiddist í gær er Liverpool tók á móti City en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Stefan Ortega þurfti að leysa Ederson af hólmi í leiknum og þótti standa sig prýðilega í rammanum.

Ederson er þó gríðarlega mikilvægur fyrir núverandi meistara og væri mikill skellur að missa hann í langan tíma í harðri titilbaráttu.

,,Þetta lítur ekki vel út,“ sagði Guardiola eftir leikinn og er ljóst að hann hefur áhyggjur af sínum manni.

Ederson meiddist eftir að hafa brotið á Darwin Nunez innan teigs sem gaf heimaliðinu vítaspyrnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lewandowski og Werner ekki á leiðinni

Lewandowski og Werner ekki á leiðinni
433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“