fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Þrátt fyrir 6-0 sigur pirra stuðningsmenn Arsenal sig á ákvörðun Arteta

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. mars 2024 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir stórsigur á Sheffield United í gær fundu einhverjir stuðningsmenn Arsenal ástæðu til að pirra sig á Mikel Arteta, stjóra liðsins.

Martin Ödegaard kom Arsenal yfir á 5. mínútu og átta mínútum síðar setti Jayden Bogle fyrirgjöf Bukayo Saka í eigið net. Arsenal lék á als oddi og á 15. mínútu skoraði Gabriel Martinelli þriðja mark Arsenal.

Kai Havertz kom Arsenal í 4-0 á 25. mínútu leiksins og átti Declan Rice þá eftir að skora fimmta mark gestanna fyrir hlé. Arsenal lét eitt mark duga í seinni hálfleiknum en það gerði Ben White á 58. mínútu. Lokatölur 0-6.

Emile Smith-Rowe / Getty

Menn á borð við Fabio Vieira og Cedric Soares fengu sénsinn af bekknum í stórsigrinum en það vakti athygli að Emile Smith-Rowe kom ekkert við sögu.

Smith-Rowe var fyrir ekki svo löngu talinn ein af vonarstjörnum Arsenal en hefur hins vegar lítið spilað á þessari leiktíð og þeirri síðustu. Er hann kominn með 357 mínútur í öllum keppnum á yfirstandandi leiktíð.

„Frelsið Emile Smith Rowe. Það er djók að Cedric fari inn á á undan honum,“ skrifaði einn netverji.

„Hann þarf að fara í sumar ef hann vill ekki sóa ferlinum sínum,“ skrifaði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Loka skólum fyrr í dag vegna mótmæla

Loka skólum fyrr í dag vegna mótmæla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans
433Sport
Í gær

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Í gær

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára