Cristiano Ronaldo leikmaður Al-Nassr í Sádí Arabíu hefur verið dæmdur í eins leiks bann og þarf að greiða sekt. Þetta staðfestir úrvalsdeildin þar í landi.
Ronaldo var heitt í hamsi í 3-2 sigri Al-Nassr á Al-Shabab þar sem hann skoraði eitt mark.
Allan leikinn sungu stuðningsmenn Al-Shabab um Lionel Messi og það pirrar Ronaldo nokkuð mikið.
Þegar sigurmark leiksins kom ákvað Ronaldo að svara stuðningsmönnum Al-Shabab með því að benda og sveifla höndunum í kringum lim sinn.
Telja Sádarnir þetta fagn ekki nógu gott og refsa Ronaldo fyrir athæfi sitt.
Cristiano Ronaldo to fans who chanted Messi all game. 🤣 pic.twitter.com/sSwcvnHF9C
— Not Match of the Day (@NOT_MOTD) February 26, 2024