Age Hareide landsliðsþjálfari boðar endurkomu Alberts Guðmundsonar í landsliðið eftir að kæra gegn honum var felld niður eftir rannsókn málsins.
Lögjafinn taldi litlar líkur á sakfellingu og málinu var vísað frá fyrir helgi.
Konan sem sakaði Albert um kynferðisbrot hefur hins vegar nokkrar vikur til að áfrýja þessari niðustöðu. Verði það gert mun Albert ekki getað tekið þátt í landsleikjum Íslands í mars.
Hareide hefur verið í miklum samskiptum við Albert og segir að sóknarmaðurinn hafi alltaf haldið fram sakleysi sínum.
„Ég hef átt í stöðugum samskiptum við hann. Hann hefur sagt mér að hann sé saklaus í þessu máli og ég verð að treysta leikmanninum,“ segir Hareide við Vísir.is
„Ég sá að málinu var vísað frá og þar með get ég valið hann. Ef ekkert kemur upp á þá getur hann verið með.“