Að öllu óbreyttu mun Rúnar Már Sigurjónsson skrifa undir samning við ÍA á næstu dögum. Verið er að klára síðustu atriði í samningi hans.
Rúnar Már er á heimleið eftir ellefu ár í atvinnumennsku og farsælan feril.
Rúnar lék síðast hér á landi sumarið 2013 þegar hann var í herbúðum Vals. Rúnar hefur verið orðaður við Val undanfarnar vikur en samkvæmt heimildum 433.is bauð félagið honum aldrei samning.
Rúnar og fjölskylda hans hafa byggt sér heimili á Akranesi og hefur hann æft með liðinu þegar hann hefur verið hér á landi.
Skagamenn eru komnir upp í Bestu deildina en Rúnar á að baki 32 A-landsleiki, hann hefur ekki verið í náðinni hjá landsliðinu í um þrjú ár.
Rúnar er fæddur árið 1990 og fagnar því 34 ára afmæli síðar á þessu ári.