Það eru lygar að framherjinn Karim Benzema hafi reynt að komast burt frá liði Al Ittihad í janúar.
Benzema segir sjálfur frá en hans samband við stjóra liðsins, Marcelo Gallardo, er sagt hanga á bláþræði.
Frakkinn harðneitar þó þeim sögusögnum og virðist vera ansi sáttur með lífið í nýju landi.
,,Ég er mættur aftur og mér líður betur. Allar þessar kjaftasögur um að ég sé ekki ánægður eru ekki sannar,“ sagði Benzema.
,,Það eru engin vandamál á milli mín og Gallardo, þeir sem segja að ég vilji snúa aftur til Evrópu eru lygarar.“
,,Ég er hæstánægður hjá Al Ittihad og það eru engin vandamál til staðar.„