Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, tjáði sig í kvöld eftir tap liðsins gegn Liverpool í enska deilabikarnum.
Chelsea tapaði 1-0 gegn Liverpool í úrslitaleiknum þar sem Virgil van Dijk gerði eina mark leiksins í framlengingu.
Liverpool spilaði mörgum ungum leikmönnum í þessum leik en Pochettino bendir á að lið Chelsea sé alls ekki gamalt.
,,Ef við skoðum hóp liðanna þá er aldurinn mjö svipaður. Við gerðum breytingar fyrir framlenginguna en orkan var ekki sú sama,“ sagði Poch.
,,Auðvitað er ég stoltur af þeim, þeir gáfu allt í verkefnið. Við erum með ungt lið og það er ekki hægt að bera okkur saman við Liverpool því þeir enduðu leikinn með unga leikmenn inná.“
,,Við höldum áfram að sýna okkar styrk og hvað í okkur býr – við trúum á verkefnið hérna.“