Hákon Arnar Haraldsson skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Lille í dag sem spilaði við Toulouse í Frakklandi.
Hákon hefur verið í kuldanum hjá Lille undanfarið en fékk að byrja leik dagsins á útivelli.
Okkar maður skoraði mark fyrir Lille á 45. mínútu en hann lék 83 mínútur í leik sem tapaðist að lokum.
Toulouse sneri taflinu sér í vil eftir að Hákon hafði komið Lille yfir og vann 3-1 heimasigur.
Lille situr í fimmta sæti deildarinnar og er þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.