Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson, þáttastjórnendur hlaðvarpsins vinsæla Steve Dagskrá, voru gestir Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson stýrði þættinum.
Það var rætt um Bestu deild karla í þættinum og til að mynda KR, sem sótti markvörðurinn Sam Blair í vikunni. Kappinn hefur verið í yngri liðum Norwich og er annar markvörðurinn sem KR fær á skömmum tíma á eftir Guy Smit.
„Sam Blair, U-21 árs markvörður Norwich, hvað dregur hann hingað? Eru þetta peningar?“ spurði Vilhjálmur í þættinum.
„Það er líklega Vesturbærinn,“ svaraði Andri léttur.
„Ég hef nú prófað að búa þar og það er ofmetið,“ skaut Vilhjálmur þá inn í á ný.
Umræðan í heild er í spilaranum.