fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Valsmenn slökkva í kjaftasögum – Aron Jó skrifar undir nýjan samning

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 17:39

Mynd: Valur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnufélagið Valur og Aron Jóhannsson hafa gert með sér nýjan tveggja ára samning með möguleika á framlengingu um eitt ár. Aron sem er fæddur árið 1990 verður því leikmaður Vals næstu tvö tímabil hið minnsta en hann hefur verið einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar frá því hann gekk til liðs við Val fyrir leiktíðina 2022.

Aron hefur leikið í mörgum af bestu deildum Evrópu auk þess sem hann á 10 leiki fyrir U21 landslið Íslands og 19 leiki fyrir Bandaríska landsliðið.

Miklar kjaftasögur hafa verið í gangi um framtíð Arons undanfarnar vikur eftir að Breiðablik gerði tilboð í hann en nú er ljóst að hann verður áfram á Hlíðarenda.

„Ástæða þess að ég er að framlengja samning minn er einfaldlega sú að Valur er mjög heillandi félag og mér hefur liðið afskaplega vel á Hlíðarenda frá því að ég kom heim. Það eru líka spennandi tímar fram undan þar sem ég tel okkur vera með frábæran hóp. Frá því að ég kom heim hefur okkur ekki tekist að vinna alvöru titla og ég sé stórt tækifæri til þess að gera það með þessum mannskap,
“ segir Aron Jóhannsson.

Aron segist gríðarlega spenntur fyrir komandi tímabili og hefur, líkt og allt liðið, verið að æfa vel í vetur og fram undan er æfingaferð til Spánar.

„Fyrir mig persónulega þá mun ég bara halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera. Á síðasta tímabili spilaði ég aðeins neðar en ég er vanur að gera en var samt að skila mörkum og stoðsendingum. Ég ætla að bæta ofan á það og við ætlum að enda einu sæti ofar en á síðasta tímabili.“

Arnar Grétarsson þjálfari Vals er ánægður með að félagið hafi ákveðið að framlengja við Aron sem hann segir lykilmann í Valsliðinu.

„Þetta eru mikil gleði tíðindi fyrir okkur Valsmenn. Aron er lykilmaður innan sem utan vallar og það er frábært að hann hafi ákveðið að taka slaginn áfram á Hlíðarenda. Áfram hærra,“
segir Arnar Grétarsson þjálfari Vals.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmenn Liverpool valdir bestir á tímabilinu

Leikmenn Liverpool valdir bestir á tímabilinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmenn búast við að þjálfarinn verði rekinn þrátt fyrir úrslit vikunnar

Leikmenn búast við að þjálfarinn verði rekinn þrátt fyrir úrslit vikunnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Á meiri möguleika á HM eftir komu Ancelotti

Á meiri möguleika á HM eftir komu Ancelotti
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög hræddur þegar hann heimsótti landið í fyrsta sinn – ,,Ég vissi ekki hvað var í gangi“

Mjög hræddur þegar hann heimsótti landið í fyrsta sinn – ,,Ég vissi ekki hvað var í gangi“
433Sport
Í gær

Gleymdi maðurinn líka til sölu hjá United

Gleymdi maðurinn líka til sölu hjá United
433Sport
Í gær

Ruben Amorim getur gleymt því að fá manninn sem hann vildi hvað mest fá

Ruben Amorim getur gleymt því að fá manninn sem hann vildi hvað mest fá