Stjörnuprýtt lið Inter Miami fer vel af stað í MLS deildinni en deildin fór af stað í gær með opnunarleik Inter og Real Salt Lake.
Lionel Messi ásamt Luis Suarez, Sergio Busquets og Jordi Alba voru allir í liðinu hjá Inter.
Inter Miami vann 2-0 sigur en enginn af stjörnum liðsins komst á blað í leiknum.
Það voru hins vegar tilþrif Messi sem fólkið í Bandaríkjunum er að ræða eftir leik.
Eftir að hafa leikið á andstæðinga sín kom hann að meiddum leikmanni Salt Lake og það var enginn fyrirstaða fyrir Messi eins og sjá má hér að neðan.
Messi is a menace for this one 💀pic.twitter.com/1ngYDwx3ng
— Joe Pompliano (@JoePompliano) February 22, 2024