Raheem Sterling, leikmaður Chelsea, hafnaði því að þrefalda laun sín og halda til Sádi Arabíu í sumar.
Frá þessu greinir Telegraph en þessi 29 ára gamli leikmaður er talinn fá 300 þúsund pund í vikulaun hjá enska stórliðinu.
Lið í Sádi var tilbúið að borga Sterling 900 þúsund pund á viku en stjörnur hafa verið duglegar að semja þar í landi vegna launahækkunar.
Sterling hefði orðið næst launahæsti leikmaður deildarinnar í Sádi en aðeins Cristiano Ronaldo þénar meira.
Sterling hafnaði þó þessu boði en hann hafði engan áhuga á að yfirgefa Chelsea eftir aðeins eitt tímabil og er staðráðinn í að vinna titla í London.