Jesse Lingard samdi við lið FC Seoul í Suður Kóreu á dögunum en hann kom til félagsins á frjálsri sölu.
Lingard er fyrrum enskur landsliðsmaður og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United.
Hann var síðast á mála hjá Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni en var svo án félags í marga mánuði.
Lingard tókst að skora í sínum fyrsta leik með Seoul og spilaði alls 50 mínútur gegn smáliði Kanoya.
Það má svo sannarlega segja að Seoul hefði unnið leikinn án Lingard en liðið vann að lokum afskaplega sannfærandi 11-1 sigur.